miðvikudagur, janúar 16, 2008

Nýjar lífsreynslur

Fór til sjúkraþjálfara í dag. Hef aldrei reynt það áður en ákvað að prófa það til að fá nýtt sjónarhorn vegna þessara þrálátu bakeymsla minna. Er alltaf öðru hvoru hjá hnykkjaranum og alveg ágætlega sáttur við hann en ákvað sem sagt að reyna þetta líka. Fékk uppáskrifa frá lækninum mínum og mætti í dag. Sjúkraþjálfarinn reyndist vera ungur maður frá Danmörku og spurði mig í upphafi tímans hvort ég vildi að tíminn færi fram á ensku eða dönsku. Það var einfalt val fyrir mig. Dönsk útvarpsstöð í tölvunni og undir enskum spurningum sjúkraþjálfarns glumdi Foo Fighters og danskt gangster rapp. Bakvandamálið á ekki að vera stórvægilegt og með réttum æfingum og vitsmunalegri líkamsbeitingu á að vera hægt að vinna á þessu. Við tökum nokkra tíma og sjáum hvað gerist.

Hitt nýja málið, fyrsti kúrsadagurinn var í dag. Byrjaði auðvitað að kyngja niður snjó seinni partinn og þessi hálftími sem ég hafði til að komast úr vinnunni niður í skóla dugði ekki alveg. Botnlausar bílaraðir út um allt og skjaldbökuhraði eftir því. Það hafði verið sterkur leikur að digga staðsetninguna í gær, ég var alveg að sjá það. Mætti með þeim seinustu en slapp þó. Fyrsti tíminn var alveg fínn, reyndar voru allir látnir taka stutt stöðupróf í markaðsfræðum þar sem spurt var um hin ýmsu hugtök o.s.frv. Sumir skrifuðu hratt og örugglega, aðrir minna og hægar. Sumir nánast ekki neitt...

Skrítin tilfinning að vera sestur á skólabekk aftur en mér sýnist að það verði alveg nóg að vera í einum kúrs, svona ef maður ætlar að gera þetta eins og maður.

Engin ummæli: