þriðjudagur, janúar 29, 2008

I push my fingers into my eyes...

Logi Snær hefur mjög ákveðnar skoðanir. Um flest allt. Það er t.d. ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir, hvaða fötum hann er í og hvaða tónlist hann er að hlusta á. Frekja? Kannski. Allavega ákveðin ákveðni.

Sem fyrr segir er tónlistarsviðið ekki undanskilið í þessu. Það er mjög gaman að fylgjast með því hvort hann er að fíla einhver lög eða ekki. Hann virðist fíla allt mögulegt en hefur líka ákveðnar skoðanir varðandi lög sem hann fílar ekki og liggur ekki á þeirri skoðun sinni. Kostulegt var þegar hann benti bróðir sínum á að lagið í sjónvarpinu sem Ísak Máni var augljóslega að fíla, lag með einhverri poppprinsessunni og dönsurum sem dönsuðu í takt, væri sko „stelpulag“ og var sem sagt að ýja að því að það væri fyrir neðan hans virðingu.

Ferlið hérna á heimilinu á morgnana er alla jafna þannig að Ísak Máni og Sigga fara í skólann en ég fer með Loga Snæ í leikskólann. Oftar en ekki er ipodinn með í för og leiðin í leikskólann er svona ca. eitt lag. Menn eru náttúrulega frekar nývaknaðir þarna ca 08:05 og þá er valin einhver íslensk klassík af 100 íslenskir sumarsmellir eða 100 íslensk 80´s lög (jebb, það er allskonar kreisí shit á ipoddaranum hjá mér). Af einskærri tilviljun lentum við hinsvegar einu sinni á nettum rokkara sem við Logi erum að fíla þegar við erum í stuði. Veit ekki með uppeldisleg gildi þessa lags en það er gott að dilla sér við það:

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alveg á hreinu að ég deili ekki tónlistarsmekk ykkar feðga :-)

Kveðja,
Gulla

Nafnlaus sagði...

Flottur hann frændi minn... þetta líst mér á.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú ekkert verra en Tenacious D og veit ég af ungum stúlkum að hlusta á það og ég er með það á ipodinum mínum - út að hlaupa lög