Logi Snær klæddi sig upp í gær fyrir áramótapartýið, beinagrindapeysa og „rokkaragreiðsla“, hvað þarf meira?
Áramótin voru sem sagt haldin í Æsufellinu hjá Villa og fjölskyldu en einnig var Jóhanna og fjölskylda á svæðinu ásamt því að kóróna það þá var mamma líka á svæðinu. Kalkúnn í boðinu ásamt því að ný hefð var sett á laggirnar, nefnilega að hafa saltkjöt og baunir á kantinum. Frönsk súkkulaðikaka a-la-Sigga á eftir og innanmál magans stefndi í óefni.
Fjölskyldan var að skríða heim klukkan að verða 2 en aldursforseti hennar rankaði við sér á slaginu 12:00 á nýársdag en aðrir voru þá búnir að vera talsverðan tíma á fótum. Dagurinn, eða það sem var eftir af honum, fór svo bara í eitthvað chill, fínt að hafa umferð í enska boltanum á svona dögum. Fórum reyndar á brennu hérna í hverfinu í kvöld, brennu sem hafði verið frestað frá því í gær vegna veðurs. Róleg stemming þar en allt í lagi fyrir undirritaðan að komast aðeins út í ferska loftið.
Fiskibollur voru í kvöldmatinn og vinnudagur á morgun. Við bjóðum aftur til leiks gamla gráa hversdagsleikann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli