miðvikudagur, febrúar 06, 2008

50 ár frá Munchen

50 ár liðin frá flugslysinu í Munchen, atburður sem hefur mikið að segja í sögu Manchester United. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa eitthvað um þennan atburð hér en fyrir áhugasama er þetta fín frásögn.

Ég var nú aldrei búinn að skoða almennilega þessa treyju sem Henson gerði í tilefni þessa atburðar. Kannski á maður eftir að gera það.

Ég man eftir því þegar þess var minnst að 30 ár voru liðin frá þessum atburði, 6. febrúar 1988. Rakst ekki svo alls fyrir löngu á blaðagrein sem ég klippti úr Mogganum þann dag. Af einhverjum ástæðum man ég eftir að Larry Bird vann 3ja stiga skotkeppnina í stjörnuleik NBA þennan dag, það er alveg ljóslifandi fyrir mér þegar hann tók við ávísun fyrir sigurinn (þið vitið, svona risastór) og á henni stóð 6. feb. 1988. Því miður man ég ekki hver vann troðslukeppnina.

Núna eru sem sagt liðin 50 ár. Allt leiðir að sömu niðurstöðu: Ég er ekki að verða neitt yngri.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meira af useless info... Michael nokkur Jordan vann að sjálfsögðu troðslukeppnina í sínum heimabæ! Stökk frá vítalínunni....

Nafnlaus sagði...

Bráðum verða komin 50 ár frá því þú bloggaðir síðast