miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Logi Snær 4ra áraLogi Snær átti afmæli í dag, 4ra ára drengurinn. Ég hef reyndar ekki verið mjög öflugur í 4ra ára afmælum drengjanna. Þegar Ísak Máni varð 4ra ára þá vorum við hjónaleysin úti í Namibíu og voru því ekki á svæðinu. Núna hef ég verið ansi upptekinn í skólamálum, hópavinna bæði á mánudagskvöldinu og þriðjudagskvöldinu sem var það stíft að maður hefur verið að skríða upp í rúm um kl 01:00. Í dag var síðan hefðbundna vinnan og svo beint upp í HR til að kynna verkefnið, brief-ið um Heinz tómatsósu. Ég var því að skríða heim um átta leytið og náði því klukkutíma með afmælisbarninu, sem er þó betra en hægt var að bjóða Ísaki Mána á sínum tíma.

Jæja, lítið bensín eftir á þessum tanki, svei mér ef maður fer bara ekki að skríða bráðum upp í rúm.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afbælisbarnið og við sendum honum afmælis-knús og kossa og óskum honum innilega til hamingju með afmælið :-)

kv,
Gulla og co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drenginn... er eitthvað eftir af þessari köku?