sunnudagur, mars 23, 2008

2000 0513 3013 2911

Þar kom að því að maður gat ekki flúið lengur. Ég var búinn að vera alveg extra ánægður með bankann minn vegna þess að þeir virtust ekkert vera að æsa sig yfir þessum auðkennislyklum sem eiga víst að auka eitthvað öryggið í netbönkum. Fékk svona græju senda heim, ætli sé ekki komið ár síðan eða svo, en umslagið fauk inn í skáp óopnað. Hef svo séð fólk í kringum mig vera dinglandi með þetta, lyklakippan mjög algeng. Ekki hef ég heyrt marga tala vel um þetta tæki, líftíminn virðist vera frekar takmarkaður, sérstaklega þegar fólk er að dröslast með þetta á fyrrnefndum lyklakippum út um allt.

Hvað um það, nú fékk ég bréf frá bankanum þar sem mér var tilkynnt að ef ég virkjaði ekki þetta núna í lok mars þá fengi ég einfaldlega ekki inngang í bankann í gegnum netið. Djöfull...

Núna er ég sem sagt kominn með svona drasl hangandi á kippuna mína og USB-lykillinn sem ég er með af því að Tommi frændi segir að það sé alveg nauðsynlegt er kominn með sálufélaga.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vó, þetta er klón af lyklakippunni minni... nánast alveg eins. Fyrir utan að það vantar þetta gráa drasl á auðkennislykilinn sem að dettur fljótlega af þínum... ég giska á eftir 14 daga.