fimmtudagur, mars 20, 2008

Fermingafár

Karlinn búinn að taka tvær fermingar núna á stuttum tíma, enda árstíminn þesslegur. Fórum fyrst um síðustu helgi til Gúzza (held ég sé með stafsetninguna rétta) og Jökull, aka Jolly yo-yo, staðfesti pakkann í dag. Maður er sem sagt búinn að gúffa í sig slatta af orkuforða og taka í spaðann á fullt af fólki sem maður á að vita hvað heitir en gæti ekki munað það til að bjarga lífinu.


En þetta er víst pakki sem maður fær yfir sig fyrr en maður heldur, það er að segja ef mínir drengir ákveða að láta ferma sig. Mér heyrist nú að það hafi ekki beint letjandi fermingaáhrif á börn sem eru að velta þessu fyrir sér að fara í svona veislur og verða vitni af gjafaflóðinu, án þess að þessar tvær sem ég sé búinn að fara í séu eitthvað ýktar.

Amen.

Engin ummæli: