miðvikudagur, mars 26, 2008

Guðlast?

Ég var illa tekinn um daginn. Vinnufélagi minn var að dásama nýja hringitóninn sinn og leyfði mér að heyra án þess að segja mér hvað þetta væri. Ég gerði mér grein fyrir að þetta var eitthvað stef úr einhverri mynd eða einhverjum þætti sem ég átti að þekkja en gerði ekki. Ég reyndi samt að halda kúlinu og setti upp ég-veit-alveg-hvað-þetta-er-en-það-er-bara-alveg-stolið-úr-mér lúkkið. „Hvað er að þér, Don Vito Corleone maður“ fékk ég að heyra og gerði mér þá grein fyrir að umrædda stef var úr Guðföðursmyndunum.

Málið er nefnilega að ég hef ekki séð „The Godfather“. Ekki mynd nr. I, II eða III. Ég geri mér grein fyrir að þetta staðreynd sem er mér ekki líkleg til almennrar álitshækkunnar en þetta er staðreynd enga síður.

Málið var nefnilega það að ég ætlaði alltaf að taka góðan dag eða góða helgi og taka bara allan pakkann í einum rykk. Þetta var árið 1990 og eitthvað og enn hefur ekkert gerst.

Ég var næstum því dottinn inn í byrjunina á mynd nr. II þegar hún var sýnd á RÚV hérna um árið en stóð upp og slökkti því mér fannst fáránlegt að horfa fyrst á hana áður enn ég sæi nr. I.

Djöfull er ég týndur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að viðurkenna að ég er held ég í sömu málum og þú... Er reyndar búinn að horfa á fyrstu myndina en á hinar tvær eftir.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki búinn að sjá þennan "þríleik" er þetta ekki bara jafn ómerkilegt og óspennandi og scream "þríleikurinn" ???