sunnudagur, apríl 27, 2008

Ísak Máni í boltanum

Ísak Máni var að keppa í gær niðri á ÍR velli á léttu æfingamóti. Valur, HK og Fjölnir mættu á svæðið og allt keyrt í gegn á rúmum tveimur tímum. Árangurinn hjá liðinu hjá Ísaki var nú ekkert rosalega merkilegur en strákurinn stóð sig vel. Var einn leik í vörninni í 4:1 tapi á móti HK en fór svo í markið í tvo leiki. Töpuðu 1:0 fyrir frekar slöppu liði Vals þar sem framherjum ÍR voru mislagðar fætur fyrir framan markið en mark Vals kom upp úr misheppnari sendingu í vörninni og sóknarmaður þeirra slapp einn inn fyrir og skoraði fram hjá Ísaki. Maður var nú með hjartað svolítið í buxunum fyrir síðasta leikinn á móti Fjölni en þeir höfðu sýnt öflug tilþrif í leikjunum á undan. Kom það líka á daginn að þeir voru sterkir en Ísak og félagar náðu að halda markinu hreinu og voru svo óheppnir að stela ekki sigrinum í blálokin.

Dómarinn í lokaleiknum, ungur strákur sem spilar með einhverjum af yngri flokknum hjá ÍR, kom til Ísaks eftir leikinn og hrósaði honum með þeim orðum að hann hefði klárlega verið maður leiksins. Frábært hvað svona einfalt hrós sem kostaði ekki krónu né túkall getur verið mikils virði því minn maður ljómaði allur á eftir og talaði mikið um þetta. Skítt með úrslitin og allt svoleiðis, þetta var hápunturinn á mótinu. Rosamontinn enda mátti hann það alveg, átti fínar „vörslur“ í leiknum.



Styttist í Eyjamótið í júní og maður finnur umræðuna í kringum það allt magnast meðal foreldra og strákanna í hópnum. Við verðum vitaskuld á Costa del Sol og ég er rosaánægður með það. Ég get bara ekki sagt að mig langi mikið til að fara til Eyja og hanga þar í einhverja daga. Ísak var strax sáttur þegar við ræddum um þetta og enn eru engir bakþankar farnir að koma fram í dagsljósið hjá honum. Þeim bræðrum er reyndar farið að hlakka rosamikið að fara til Spánar og ber ferðin oft á góma hérna heima. Veit reyndar ekki alveg hversu mikið Logi Snær er að fatta þetta en hann veit a.m.k. að við þurfum að fara í flugvél og fljúga lengi, lengi, lengi til að komast til Spánar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur strákur hann Ísak og gott hrós getur alveg komið í staðinn fyrir sigur. Ég get alveg skilið að það sé kominn smá spenningur fyrir spánarferðinni og vonandi verð ég komin heim áður en þið farið. kv. Inga