sunnudagur, nóvember 09, 2008

Dagbók baksins

Er búinn að labba eins og skotin gæs í eina viku. Sunnudagsboltinn í síðustu viku leiddi þetta af sér. Ekki það að nokkuð ákveðið hafði gerst, fann bara fljótlega til í bakinu eftir boltann og búinn að vera s.s. handónýtur síðan þá.

Humm, það sama og ég leitaði til sjúkraþjálfarans með í byrjun ársins. Spurning um að grafa upp æfingaprógrammið sem ég fékk þá og reyna að gera þetta eins og maður. Var næstum því búinn að fjárfesta í svona humongous æfingabolta til að fara alla leið í þessu en get ekki sagt að það sé spennandi að hafa svoleiðis kvikindi skoppandi hérna um alla íbúð án þess að eiga nokkuð pláss fyrir svona tæki.

Takmarkið hlýtur samt að vera bakvandræðalaust ár, árið 2009.

2 ummæli:

Villi sagði...

Kírópraktor, maður, kírópraktor, engan $#!#$% sjúkraþjálfara!

Nafnlaus sagði...

...please where can I buy a unicorn?