sunnudagur, nóvember 09, 2008

Skjaldbökur borða bara flatbökur

Þjóðlegheit á matseðlinum í kvöld, sviðnir rolluhausar og rófustappa með því. Logi Snær var greinilega ekki að kaupa þessa hugmynd þegar mamma hans mundaði hnífinn og plokkaði augað úr kvikindinu. Hann horfði svo á þessa fjóra bita sem búið var að úthluta honum (í einhverju bjartsýniskasti foreldranna) undir þeim lýsingum að þetta væri nú bara kjöt. Hann kom þá með eina gullsetningu, ný rök fyrir því að sleppa við að borða matinn sinn:

„Mamma, ég er turtles og þeir borða ekki kjöt. Þeir borða bara pizzur.“

Kjötbitarnir gerðu ekki gott mót en rófustappan rann ljúflega niður í skjaldbökuna eftir að fyrsti bitinn gekk sína leið. Rófustappa er kannski álegg á einhverjum pizzastaðnum þar sem skjaldbökurnar búa.

Engin ummæli: