laugardagur, nóvember 15, 2008

Á laugardagskvöldi

Hef voða lítið að segja þessa dagana. Stundum er það þannig að maður þráir ekkert heitara en að hafa eitthvað merkilegt að segja en ekkert gerist, kollurinn alveg tómur.

Skutumst til Keflavíkur í dag, Ísak Máni var að keppa í fótbolta. Okkur talst það að þetta væri hans fimmta skipti sem þátttakandi á þessu móti svo enn safnast í reynslubankann. Fyrsta mótið eftir að Dóri yfirþjálfari hjá ÍR tók við þeim og þetta mót gekk alveg þokkalega, 3 sigrar og 2 töp.

Jæja, best að sjá hvort það er ekki eitthvað í kassanum á þessu laugardagskvöldi...

Engin ummæli: