
Skutumst til Keflavíkur í dag, Ísak Máni var að keppa í fótbolta. Okkur talst það að þetta væri hans fimmta skipti sem þátttakandi á þessu móti svo enn safnast í reynslubankann. Fyrsta mótið eftir að Dóri yfirþjálfari hjá ÍR tók við þeim og þetta mót gekk alveg þokkalega, 3 sigrar og 2 töp.
Jæja, best að sjá hvort það er ekki eitthvað í kassanum á þessu laugardagskvöldi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli