laugardagur, janúar 03, 2009

Ferskur

Laugardagsmorgun.

Vaknaði rúmlega sjö svo ég gæti skutlað mömmu út á BSÍ. Það tókst. Í annarri tilraun en tilraunin í gær gekk ekki af þeirri einföldu ástæðu að það var ekki rúta til Grundarfjarðar kl 17:30 í gær. Furðulegt að komast að því kl 17:10 á miðju gólfinu á BSÍ. Mamma hafði hringt á gamlársdag til að athuga með ferðina. Það gat ekki verið sagði konan í afgreiðslunni, það var ekki opið hérna á gamlársdag. Furðulegt.

Var að spá í að stoppa í Hagkaup í Skeifunni á leiðinni heim, kl 08:24 og skella mér á útsölu. Opið allan sólarhringinn í Skeifunni. Hefði verið töff svona á laugardagsmorgni. Beilaði á því.

Fékk mér kaffi þegar heim var komið úr nýju Senseo-vélinni sem ég fékk í jólagjöf. Ákvað að fara alla leið og prófa kaffið með súkkulaðibragði sem kom í gjafapakkanum sem fylgdi með. Hef hvergi séð þessa kaffitegund í almennri sölu og það væri því eftir því að mér hefði fundist það ógeðslega gott. Það var fínt. Ég hef 9 púða til viðbótar.

Kíkti á mbl.is og sá að einhver ríkisplebbinn var að væla yfir Cintamani úlpunni sem hann fékk í jólagjöf frá vinnunni vegna þess að einhver hluti af rennilásnum kom hugsanlega frá einhverju héraði í Kína þar sem menn tala mögulega hastalega við dýr. Kíkti í framhaldi á cintamani.is og sá þessa snilld.

Það er gott að allir dagar byrja ekki eins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já maður sæællll
algjör snilld sko hahahahaha