Fór í gær í Glit... nei ég meina Íslandsbanka fyrir hönd húsfélagsins. Ekkert merkilegt svo sem, fer og spjalla við þjónustufulltrúann í fyrirtækja/húsfélagsdeildinni eða hvað sem þessi deild heitir. Það sem vakti athygli mína að báðir þjónustufulltrúarnir sem mér bauðst að tala við voru karlkyns og báðir svona um þrítugt. Ég man eftir því að hafa endrum og eins séð einstaka karlkynssmetti þarna á svæðinu en nánast undantekningalaust hafa þetta verið kvenkynsþjónustufulltrúar, oftar en ekki svona á miðjum aldri.
En hvað er hægt að gera þegar greiningadeild erlendra verðbréfaviðskipta er lögð niður? Maður hlýtur þá að stökkva á þjónustufulltrúastöðu í fyrirtækjadeild.
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
föstudagur, febrúar 20, 2009
mánudagur, febrúar 16, 2009
Drengur með sambönd
föstudagur, febrúar 13, 2009
Föstudagur í vinnunni

Mér finnst leiðinlegt að raka mig og oft er reytingurinn í andlitinu orðinn frekar villtur áður en ég tek mig til og geri eitthvað í málunum. Þetta hefur líka verið frekar einfalt, það er bara allt tekið af og ég hef því ekki tileinkað mér neina tækni hvað skeggsnyrtingu varðar. Mér heyrist menn ætla að fara mildu leiðina að þessu takmarki, þ.e. safna einhverri annarri útfærslu en eingöngu mottunni en taka síðan allt af nema hana fyrir árshátíðina.
Ég er nú oft tilkippulegur í allskonar vitleysu en það eru svona tvær ástæður fyrir því að ég var nú ekkert hoppandi spenntur. Annars vegar er ég að byrja í skólanum í næstu viku og ég er ekki æðislega spenntur fyrir að leggja mig fram að kynnast nýju fólki með flekkóttan hýjung í andlitinu. Sömuleiðis sé ég ekki stemminguna ef nýjasti fjölskyldumeðlimurinn do-be kæmi nú í fyrra fallinu og fyrstu myndirnar af mér og gríslingnum yrðu hýjungsmyndir, tala nú ekki um hormottumyndir. Nei takk.
Ég þarf eitthvað að sofa á þessu. Það er ekki öll vitleysan eins.
KSÍ ævintýrið. Endastöð?
Sá að búið er að draga í bikarkeppni KSÍ fyrir sumarið. Eftir tveggja ára ævintýri og heila fimm leiki þar sem menn fengu m.a. framlengingar, vítaspyrnukeppni og kærumál þá var ákveðið að senda ekki inn lið undir merkjum Grundarfjarðar þetta árið. Hópurinn í þynnri kantinum og nóg um að reyna að halda út liði í utandeildinni næsta sumar. Gat samt ekki annað en rennt yfir listann og hugsað hvað ef...? En ætli þetta tveggja ára tímabil verði ekki látið duga sem KSÍ-ferill karlsins.
Sá að andstæðingar okkar til tveggja ára, Snæfell, fengu Álftanes en sigurliðið úr þeim leik fær ÍR.
Hvað ef...?
Sá að andstæðingar okkar til tveggja ára, Snæfell, fengu Álftanes en sigurliðið úr þeim leik fær ÍR.
Hvað ef...?
sunnudagur, febrúar 08, 2009
Lítið að frétta
Frekar rólegir síðustu dagar, a.m.k. stórfréttalausir.
Logi Snær er að skríða saman eftir hlaupabóluna, þetta var ein og hálf vika sem kappinn tók í þetta. Annars er það að frétta af honum að hann hefur verið að kíkja á fótboltaæfingar, þ.e. þegar hann hefur verið heill heilsu, með misjöfnum árangri. Yfirleitt harður á því að mæta en oftar en ekki hefur verið lítið um þátttöku þegar á hólminn var komið. Átti þó öfluga æfingu í morgun samkvæmt mömmu hans en það hefur kannski haft eitthvað að segja að það voru bara þrír þátttakendur. Kl. 10:00 á sunnudagsmorgni er oft erfitt að rífa börnin frá sjónvarpskjánum, sennilega á fleiri heimilum en okkar.
Nóg að gera hjá Ísaki Mána. Körfuboltamót í gær, skólamót á vegum ÍR en Ísak og félagar gerðu sér lítið fyrir og urðu 4. bekkjarmeistarar. Svo var æfingaleikur við Fylkir í dag í fótbolta, gekk nú ekki nógu vel hjá ÍR en Ísak var samt þokkalega sáttur við sína frammistöðu. Þetta er aðeins að breytast hjá honum, meira um svona æfingaleiki þar sem menn mæta bara og spila einn leik.
Ég byrja í skólanum eftir 10 daga og get ekki annað sagt en það sé smá hnútur í karlinum. Veit ekki alveg hvað ég er að hella mér út í. Veit alla vega það að ég er búinn að liggja þessa helgina með tærnar upp í loft vitandi það að helgarnar framundan verða væntanlega eyrnamerktar öðru en sófalegu.
Logi Snær er að skríða saman eftir hlaupabóluna, þetta var ein og hálf vika sem kappinn tók í þetta. Annars er það að frétta af honum að hann hefur verið að kíkja á fótboltaæfingar, þ.e. þegar hann hefur verið heill heilsu, með misjöfnum árangri. Yfirleitt harður á því að mæta en oftar en ekki hefur verið lítið um þátttöku þegar á hólminn var komið. Átti þó öfluga æfingu í morgun samkvæmt mömmu hans en það hefur kannski haft eitthvað að segja að það voru bara þrír þátttakendur. Kl. 10:00 á sunnudagsmorgni er oft erfitt að rífa börnin frá sjónvarpskjánum, sennilega á fleiri heimilum en okkar.
Nóg að gera hjá Ísaki Mána. Körfuboltamót í gær, skólamót á vegum ÍR en Ísak og félagar gerðu sér lítið fyrir og urðu 4. bekkjarmeistarar. Svo var æfingaleikur við Fylkir í dag í fótbolta, gekk nú ekki nógu vel hjá ÍR en Ísak var samt þokkalega sáttur við sína frammistöðu. Þetta er aðeins að breytast hjá honum, meira um svona æfingaleiki þar sem menn mæta bara og spila einn leik.
Ég byrja í skólanum eftir 10 daga og get ekki annað sagt en það sé smá hnútur í karlinum. Veit ekki alveg hvað ég er að hella mér út í. Veit alla vega það að ég er búinn að liggja þessa helgina með tærnar upp í loft vitandi það að helgarnar framundan verða væntanlega eyrnamerktar öðru en sófalegu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)