sunnudagur, febrúar 08, 2009

Lítið að frétta

Frekar rólegir síðustu dagar, a.m.k. stórfréttalausir.

Logi Snær er að skríða saman eftir hlaupabóluna, þetta var ein og hálf vika sem kappinn tók í þetta. Annars er það að frétta af honum að hann hefur verið að kíkja á fótboltaæfingar, þ.e. þegar hann hefur verið heill heilsu, með misjöfnum árangri. Yfirleitt harður á því að mæta en oftar en ekki hefur verið lítið um þátttöku þegar á hólminn var komið. Átti þó öfluga æfingu í morgun samkvæmt mömmu hans en það hefur kannski haft eitthvað að segja að það voru bara þrír þátttakendur. Kl. 10:00 á sunnudagsmorgni er oft erfitt að rífa börnin frá sjónvarpskjánum, sennilega á fleiri heimilum en okkar.

Nóg að gera hjá Ísaki Mána. Körfuboltamót í gær, skólamót á vegum ÍR en Ísak og félagar gerðu sér lítið fyrir og urðu 4. bekkjarmeistarar. Svo var æfingaleikur við Fylkir í dag í fótbolta, gekk nú ekki nógu vel hjá ÍR en Ísak var samt þokkalega sáttur við sína frammistöðu. Þetta er aðeins að breytast hjá honum, meira um svona æfingaleiki þar sem menn mæta bara og spila einn leik.

Ég byrja í skólanum eftir 10 daga og get ekki annað sagt en það sé smá hnútur í karlinum. Veit ekki alveg hvað ég er að hella mér út í. Veit alla vega það að ég er búinn að liggja þessa helgina með tærnar upp í loft vitandi það að helgarnar framundan verða væntanlega eyrnamerktar öðru en sófalegu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ekkert að frétta... ??? en ég var i Reykjavík!!!!!!!!!!!!!