Fór í gær í Glit... nei ég meina Íslandsbanka fyrir hönd húsfélagsins. Ekkert merkilegt svo sem, fer og spjalla við þjónustufulltrúann í fyrirtækja/húsfélagsdeildinni eða hvað sem þessi deild heitir. Það sem vakti athygli mína að báðir þjónustufulltrúarnir sem mér bauðst að tala við voru karlkyns og báðir svona um þrítugt. Ég man eftir því að hafa endrum og eins séð einstaka karlkynssmetti þarna á svæðinu en nánast undantekningalaust hafa þetta verið kvenkynsþjónustufulltrúar, oftar en ekki svona á miðjum aldri.
En hvað er hægt að gera þegar greiningadeild erlendra verðbréfaviðskipta er lögð niður? Maður hlýtur þá að stökkva á þjónustufulltrúastöðu í fyrirtækjadeild.
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli