föstudagur, febrúar 13, 2009

KSÍ ævintýrið. Endastöð?

Sá að búið er að draga í bikarkeppni KSÍ fyrir sumarið. Eftir tveggja ára ævintýri og heila fimm leiki þar sem menn fengu m.a. framlengingar, vítaspyrnukeppni og kærumál þá var ákveðið að senda ekki inn lið undir merkjum Grundarfjarðar þetta árið. Hópurinn í þynnri kantinum og nóg um að reyna að halda út liði í utandeildinni næsta sumar. Gat samt ekki annað en rennt yfir listann og hugsað hvað ef...? En ætli þetta tveggja ára tímabil verði ekki látið duga sem KSÍ-ferill karlsins.

Sá að andstæðingar okkar til tveggja ára, Snæfell, fengu Álftanes en sigurliðið úr þeim leik fær ÍR.

Hvað ef...?

Engin ummæli: