fimmtudagur, mars 19, 2009

Er ekkert að gerast?

...er yfirleitt það fyrsta sem fólk segir við mann þessa dagana. So far er svarið einfaldlega nei.

Maður reynir alltaf að finna út eitthvað kerfi til að áætla hlutina þegar maður er með fordæmi. Ísak Máni lét bíða eftir sér í 12 daga, Logi Snær í 8 daga. Þessi gríslingur í 4 daga? Neibb, ekki það enda komnir 6 daga nú þegar. Ísak Máni fæddist á föstudegi, Logi Snær fæddist á föstudegi. Á morgun er föstudagur. Veit ekki.

Annars er ég að fara í próf seinnipart mánudagsins. Sigga er að fara í skoðun fyrripart mánudagsins og þá gæti verið farin sú leið að ýta þessu eitthvað af stað. Shit marr.

Ætli sé ekki best að nýta biðtímann í próflestur því helgin er meira svona óráðin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh ég held áfram að bíða og stari á símann í von um sms eða hringingu

Nafnlaus sagði...

Ekki slæm kenning þetta með föstudaginn en þá þarf nú eitthvað að vera komið af stað ef allur prósessinn er eins og venjulega :-)
Kv
Inga