
Logi Snær tók rennuna (eða hvað sem þetta tæki heitir) trausta taki og spilaði með þeim stíl allt kvöldið. Með ágætis árangri. Fyrrverandi Íslandsmeistarinn byrjaði frekar stiðlega og benti á þá staðreynd (oftar en einu sinni) að það væru engar keilubrautir í Namibíu og því væri æfingaleysið að hrjá hana. Engar keilubrautir í Namibíu, þarna er viðskiptahugmynd fyrir einhvern.
Allavega, karlinn tók þetta á lokasprettinum og var sá eini sem náði þriggja stiga skori sem er, fyrir þá sem ekki þekkja, GRÍÐARLEGA góður árangur og ekki á allra færi.

2 ummæli:
Gott hjá ykkur að skella ykkur í keilu -
fín viðskiptahugmynd, humm
kv,
Gulla
Sumir mega greinilega muna sinn fífil fegurri...
Skrifa ummæli