miðvikudagur, ágúst 19, 2009

Stórtíðindi


Það fór loksins þannig að tönnin sem var búin að hanga nánast á lyginni einni saman gaf sig í kvöld. Þurfti reyndar smá aðstoð frá mömmunni, vopnuð tannbursta, en það hafðist. Fyrsta tönnin því farin og farið að hrikta í einhverjum fleiri stoðum í stellinu. Hverjum er þá ekki sama að Burnley hafi unnið United í kvöld í fyrsta sinn í einhver tugi ára? Síðan George Best var og hét held ég. Bliknar í samanburði.

3 ummæli:

Tommi sagði...

Burnley að vinna United??? Hvað ertu að tala um... Hvaða Burnley? Hvaða United??? Leeds þá eða??? Veit ekki hvað þú ert að tala um.

Nafnlaus sagði...

Það er stutt í að sumir verði fullorðnir, best að kommenta ekkert á hitt!!
Kv. Haraldur

Jóhannan sagði...

High five fyrir Loga!!!!