miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Komdu með kylfur en enga krakka

Datt niður á þessa mynd á Daily Mail í fréttinni um slagsmálin og lætin í leik West Ham og Millwall í gær. Þegar ég sá myndina þá mundi ég eftir að hafa verið staddur á þessum pöbb í fyrra og þá var rólegheitarstemming á svæðinu, annað en í gær. Fórum hins vegar af þessum bar yfir á The Boleyn og þar voru bullurnar, maður lifandi. Krúnurakaðir gaurar í sveittum West Ham treyjum hellandi bjór yfir hvorn annan og kyrjandi söngva sem ég gat ekki fyrir mitt litla líf fengið nokkurn botn í nema það að þetta voru ekki kurteisisvísur um önnur lið í deildinni. Gat nú ekki fundið neina mynd af þeim stað í fréttinni, reikna með að þær hafi verið eitthvað blóðugri eins og sumar myndanna þarna. Meiru vitleysingarnir, ég er allavega búinn með Upton Park, reyndar bæði kylfu- og krakkalaus, en kom tiltölulega heill heim.

Engin ummæli: