föstudagur, desember 11, 2009

Týndi sonurinn snýr heim

Allen Iverson snéri heim til Philly á dögunum eftir 3ja ára fjarvera í tómu rugli. Grét hjartnæmum gleðitárum á blaðamannafundi og allt í gangi en toppstykkið á karlinum hefur nú alltaf verið hálftæpt. Sixers liðið hefur nú verið í tómu rugli það sem af er tímabilinu, tapað 11 leikjum í röð og þar af tveir eftir að kóngurinn kom aftur.

Held samt að hann sé búinn með sitt besta, enda fær kappinn líklega ekki meira en samning út tímabilið. Vona reyndar að ég hafi rangt fyrir mér í báðum þessum atriðum. Svíður enn svolítið tapið í úrslitunum 2001 á móti Lakers, unnu fyrsta leikinn í framlengingu en töpuðu svo næstu fjórum og áttu í raun lítinn sjéns. Eftir það hefur Iverson ekki komist nálægt hringnum góða.

Engin djúpstæð ástæða fyrir þessum skrifum, fékk bara netta gæsahúð þegar karlinn var kynntur í sínum fyrsta leik á móti Denver:

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir kunna þetta þarna í vesturheimi, kv Jón Frí