laugardagur, febrúar 27, 2010

Snjór!

Það var loksins að menn fengu einhvern vetur hérna megin. Tveir elstu drengirnir ákváðu að kíkja betur á þetta og skemmtu sér konunglega hérna úti í garði í dag. Mér skilst að sumir á Akureyri séu alveg komnir með upp í kok af hvíta stöffinu enda verið úthlutað víst talsvert fleiri þannig dögum en Reykjavík og nágrenni.