sunnudagur, febrúar 07, 2010

WÍUM #23

Ísak Máni var að keppa í körfubolta á laugardaginn í Hveragerði. 3ja mótið af 4rum á þessu tímabili á vegum KKÍ í þessum svonefnda minniboltaflokki. Drengurinn var reyndar búinn að vera hálfslappur, sleppti skólanum á föstudeginum en þrátt fyrir það kom aldrei annað til greina en að taka þátt í þessu móti að hans hálfu. Það átti m.a. að vígja nýja búninginn sem hann fékk í jólagjöf.
Undirritaður var búinn að leigja sér sérstaka linsu á nýju myndavélina sem átti að henta betur við þessi erfiðu birtuskilyrði sem alltaf eru í svona íþróttahúsum. Canon 50mm EF 1.4 fyrir þá sem vilja vita það nánar. Enda kom í ljós að þessi linsa réð miklu betur við þessar aðstæður en þessi hefðbundna kit-linsa. Auðvitað hefði maður kosið að hafa zoom möguleikann en þá var þetta bara spurning um staðsetningarnar hjá karlinum. Óljóst hvaða græjuútfærslu menn fara út í fyrir næsta mót, ég kalla þetta að fikta sig áfram.

Til upplýsingar þá eru þesi mót þannig að liðunum eru skipt upp í 4ra liða riðla sem virka eins og deildir, þ.e. efsta liðið fer upp um riðil á meðan það neðsta fer niður í þann næsta fyrir neðan eftir hvert mót. Hin tvö mótin fyrir þetta mót höfðu gengið svona upp og ofan en núna um helgina small þetta næstum því. Sigur á móti Hamri og Þór Akureyri kom sterkt inn en tap í framlengingu gegn Njarðvík var nóg til að missa þá grænklæddu í efsta sæti riðilsins. Svaðalegt hvað svona spennuleikir geta gert manni. 10-11 ára gamlir strákar að spila körfubolta og ég þurfti nánast á sprengjutöflum að halda. Gaman að þessu.

-Klikka á myndirnar til að stækka-

4 ummæli:

Jóhannan sagði...

FLOTTUR !!!!

Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu :-)

kv,
Gulla

Nafnlaus sagði...

Flottur, með taktana á hreinu sé ég,
Kv Haraldur

Villi sagði...

Þessir suðurnesingar eru alltaf til eintómra vandræða. Þið náið þessu næst.