sunnudagur, febrúar 07, 2010

Til þeirra sem fóru með allt til helv...

Rak augun í nýjan lið á launaseðlinum mínum um daginn: Hátekjuskattur.

Hljómar bara nokkuð töff, ég hlýt klárlega að vera gera eitthvað rétt og væntalega í góðum málum. Ég meina, HÁTEKJUskattur.

Bara eitt sem ég er ekki alveg að skilja. Ég bý í 90 fm blokkaríbúð og á 11 ára gamlan bílskrjóð sem gengur bara af gömlum vana, bara rétt svo. Túbusjónvarpið er á sínum stað í stofunni og fellihýsið var aldrei í myndinni.

Ég hef engin tengsl við penthouseíbúðir í Notting Hill og gæti ekki bent á Tortolaeyjar á korti til að bjarga lífinu.

Frábært.

Takk.

2 ummæli:

johannan sagði...

haahhhahahaa góður Davíð

Villi sagði...

Bara svo þú getir nú kannski bjargað lífinu einhvern daginn...

http://maps.google.com/maps?f=q&source=s_q&hl=en&geocode=&q=tortola&sll=37.0625,-95.677068&sspn=34.259599,51.767578&ie=UTF8&hq=&hnear=Tortola,+Parham+Town,+Tortola,+British+Virgin+Islands&ll=19.808054,-63.720703&spn=39.954274,51.767578&z=4