fimmtudagur, september 23, 2010

Óvenjuleg vika

Þessi vika er búin að vera hálffurðuleg á þessu heimilinu. Ísak Máni fór á mánudaginn í skólaferðaleg að Reykjum í Hrútafirði, svokallaðar skólabúðir, og er væntanlegur aftur á morgun. Þetta er venja hjá 6. bekkjunum í Breiðholtsskóla á hverju ári. Hálfskrítið að hafa kappann ekki á svæðinu en þetta minnir mann á að þessi grey verða á endanum fullorðin og komast líklega alveg þokkalega af án manns.

Hin árlega réttarhelgi hjá Siggu er núna um þessa helgi en hún ákvað að taka þetta alla leið og fór vestur í gær, væntanleg aftur á sunnudaginn. Spáir hálfblautu á svæðinu um helgina þannig að þetta hljómar ekkert rosalega spennandi fyrir okkur sem höfum farið þangað um þessi tímamót og hangið á kantinum þannig að við sitjum hjá þetta árið.

Við strákarnir verður að finna okkur eitthvað til dundurs í höfuðborginni um helgina í staðinn.

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

Sitja hjá þetta árið.....???? en i fyrra og í hittí fyrra.... sástu ekki hjá þá líka????? múhahahahah

Gulla sagði...

Mig rekur minni til að hafa lesið blogg frá Davíð þar sem þeir feðgar (Davíð og Logi Snær) sátu út í bíl í réttunum og sungu hástöfum "Mér finnst rigningin góð"

Segir kannski sitt um réttarveðrið það árið :-)