Heilt yfir voru allir sáttir bara, Logi Snær var nú eitthvað aðeins að kommenta á hlutfallið á milli fata og leikfanga, fannst eitthvað halla á síðari liðinn en var samt þegar allt er tekið með mjög sáttur með þetta. Ég er hinsvegar kominn með athyglisvert vandamál, hrærivél í fyrra og pizzaofn og vöfflujárn í ár. Maður verður að fara stækka við sig.
Jóladagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt, stefnt á hangikjöt í Mosó eins og venjan er. Daði Steinn tók þá upp á því að sýna fullmikil lasleikamerki og mamman tók bíltúr upp á Læknavaktina og í framhaldi svo upp á Barnaspítala. Drengurinn með einhverja vírusdrullu og fékk uppáskrifað púst og stera. Magnaður kokteill. Við hinir mættum í veisluna fyrir hönd fjölskyldunnar en Sigga þurfti því að láta sér hangikjötið nægja upp úr dollunni heima í Breiðholtinu þegar sjúkraskutlinu var lokið. Þó að bragðið hafi verið það sama þá grunar mig að eitthvað hafi vantað upp á stemminguna, ekkert fjölskyldu-mingl hjá henni. En það er ekki spurt að því hvort það séu jólin þegar veikindi eru annars vegar. Drengurinn hlýtur samt að fara að skríða saman.
Jæja, Miami - Lakers að fara byrja...
1 ummæli:
og fær ekki heilbirgðisstarfsmaður fjölskyldunar símtal um þetta sjúkrahússkutl????? já takk ég bíð við símann :)
Skrifa ummæli