Á sunnudeginum hélt ég áfram verkefni mínu, aðeins skemmtilegra því nú átti maður a.m.k. grísling á svæðinu og að auki var sunnudagurinn aðeins minni í sniðum miðað við laugardaginn. Konan kíkti með tvo yngstu og náði fyrsta leiknum hjá Ísaki en svo þurfti hún að bruna upp í Fífuna í Kópavogi en þar átti Logi Snær að spila fótbolta. Einhversstaðar í þessu ferli öllu þurfti Daði Steinn svo lúrinn sinn. Við Ísak Máni brunuðum svo úr Seljaskóla niður í Fífuna strax eftir körfuboltamótið en þegar við komum á staðinn var Logi Snær búinn að ljúka leik. Skemmtilegt til þess að hugsa að þetta var þriðja helgin í röð sem við eigum erindi í Fífuna sökum íþróttaiðkun drengjanna og þær verða a.m.k. fjórar þar sem Logi Snær á að keppa aftur þá.
Maður kvartar þó ekki yfir verkefnaleysi á meðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli