Þvílík bongóblíða að það hálfa hefði verið nóg og þá eru fáir staðir betri en pallurinn í Grundarfirði. Við notuðum tækifærið og skelltum okkur á völlinn til að sjá toppslag í C-riðli 3ju deildar á milli Grundfirðinga og Berserkja. Villi hafði orð á því að sveitakaffið væri helmingi dýrara en upp í efra-Breiðholti en svona sýningu hefur hann ekki séð lengi á Leiknisvellinum. Heimamenn 0:2 undir í hálfleik áður en 3 rauð spjöld voru splæast á gestina á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik og miðvörður heimamanna tók sig til og setti þrennu í 3:2 sigri, hið síðasta í blálokin og allt ætlaði um koll að keyra á pöllunum. Þvílíka öryggisgæslu þegar dómarinn gekk til búningsklefa hef ég aldrei séð í þessari deild.
Dýrindisgrillmatur um kvöldið áður en ég hélt með mína áleiðis í Baulumýri til að ná í yfirmann gróðursetningardeildarinnar og svo var stefnan tekin á Eyjabakkann. Skriðum heim um klukkan 23:30 eftir nokkuð langan dag en déskoti fínan.
1 ummæli:
Flottir strákar
Skrifa ummæli