sunnudagur, janúar 15, 2012

Lottóvinningur

Einhver margfaldur lottópottur í boði um þessa helgi og karlinn splæsti í nokkrar raðir á netinu en rúmlega 40 kúlur í boði, það væri hægt að eyða því í einhverja vitleysu. Heyrði svo seinna í gærkvöldi að einn heppinn aðili hafi unnið þetta og sá hafi keypt raðirnar sínar einmitt á netinu. Maður lét hugann reika, hvað ef...

Tékkaði svo á tölvupóstinum seinnipartinn í dag og þar var póstur frá Getspá með subjectið: Vinningur frá Getspá-Getraunum. Ég dró andann djúpt og sagði við sjálfan mig: „Hafðu engar áhyggjur Davíð, þetta er ekki sá stóri“. Enda kom það í ljós, þrír réttir og 820 krónur beint í vasann, sem gerði reyndar þessa lottóviku bara neikvæða um 180 krónur.

Það er alltaf næst. Eða ekki.