Ég dáist að mönnum sem hafa farið í svokölluð PAD verkefni á netinu hvað ljósmyndir varðar. Takmarkið er þá taka eina mynd á dag (Picture-a-day) og oftar en ekki á þetta að vara í eitt ár og telst þá flott að byrja 1. janúar og enda 31. desember. Þetta hlýtur að taka svolítið á, hugmyndaflugið þarf að vera í góðum gír og auðvitað vilja menn vanda til verks en ekki birta bara eitthvað.
Við Ísak Máni eru í okkar eigin PAD verkefni, sem reyndar hefur ekkert með myndavélar að gera. Við erum að gera æfingu, svokallaðan planka, og höfum gert það á hverjum degi frá 1. janúar. Plank-a-day. Við höfum tekið þetta tvískipt á hverjum degi, tökum fyrst 1 mínútu og svo 45 sekúndur. Einn mánður búinn og ekki dagur fallið úr, spurning hvort við poppum eitthvað upp tímatökuútfærslunni við þessi tímamót. Strákurinn er harður á því að taka þetta í heilt ár, samkvæmt því er 1/12 búinn, veit ekki hvort það hefst en manni finnst líklegra en hitt að eitthvað klikki á leiðinni. Kemur í ljós.
þriðjudagur, janúar 31, 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Endalaust ánægð með ykkur!
Duglegir strákar....
Skrifa ummæli