Skrapp í Bláa Lónið með nokkrum vinnufélögum undir lok þarsíðustu viku. Í fyrsta sinn í Bláa Lónið. Kom mér á óvart að það var allt stappað af útlendingum, um miðjan október. Annars var ég nú ekkert frá mér numinn, missti mig ekkert í hvíta skítinn og get ekki sagt að ég hafi séð stórmun á húðinni á eftir.
Skrapp svo á sunnudaginn fyrir viku til Parísar í vinnuferð. Í fyrsta sinn í París. Frá túristasjónarhorninu var leiðinlegast að þetta voru 3 dagar inní einhverri sýningarhöll og því á ég enn eftir að bera Eiffelturninn og Sigurbogann augun. Hótelið var reyndar nálægt Notra Dame kirkjunni þannig að það var hægt að horfa á þá byggingu en ekki náði ég að kíkja inn. Maður verður bara að taka þetta síðar þegar betur liggur við. Snéri heim á miðvikudagskvöldi, frekar lúinn.
Þurfti svo að taka að mér annað bílstjórahlutverkið fyrir körfuboltaliðið hjá Ísaki Mána og félögum í gær, til Hvammstanga. Í fyrsta sinn á Hvammstanga. Þeir unnu alla sína leiki, lítið annað um það að segja en held ég sé ekkert á leiðinni aftur á Hvammstanga á næstunni svona ef ég kemst hjá því. Mikið var gott að komast heim í dag, tímanlega til að horfa á United vinna Chelsea en það verður að viðurkennast að ég var hálfdottandi fyrir framan kassann þrátt fyrir mikla dramantík.
Drengurinn að reyna að nota máttinn til að ná boltanum? |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli