þriðjudagur, júní 03, 2014

Daði Steinn og hugleiðingar um skinkur



Sá fimm ára:  „Pabbi, mig langar í rúnstykki með smjöri, osti og skinku.“
Pabbinn:  „OK, ég skal græja það fyrir þig.“

Smá þögn.

Sá fimm ára:  „Skinka... það er eitthvað svo skrítið.  Það er ekki hægt að gera neitt ef maður er skinka.“

Veit ekki hvernig þessi brandari eldist en til útskýringar þá segir slangurorðabókin:  "Stelpur sem mála sig mikið, nota brúnkukrem eða fara í ljós, lita hárið sitt og klæða sig í þröng föt"
Held að hann hafi ekki verið með þessa tengingu í huga en mér fannst þetta sniðugt.

Engin ummæli: