Þá er fjölskyldan komin heim eftir tvær vikur í fríi á Spáni. Tókum þetta hérna um árið, 2008, áður en Daði mætti á svæðið en það var ákveðið að henda sér í þetta aftur núna. Smávesen að púsla þessu saman, ekkert allir sem reikna með 5 manna fjölskyldu en ekki annað hægt en að taka eitthvað með aukaherbergi.
Púsluðum saman pakka til Costa Brava með WOW. Gistum á Aqua Hotel Montagut í Santa Susanna nánar tiltekið, mjög þægilegt, stutt rölt út á strönd og allt til alls í nágrenninu. Tókum hálft fæði, sem var morgunmatur + kvöldmatur og þegar á reyndi var það algjör snilld. Mannskapurinn borðaði vel um morguninn og svo var bara verið í einhverju léttmeti fram að kvöldmat. Í kvöldmatnum var svo alltaf eitthvað val um kjöt, fisk, pasta o.s.frv. þannig að það var alltaf hægt að finna sér eitthvað ætt.
Í heildina var þetta svo bara hið mesta chill. Tókum nokkrar dagsferðir, þar sem farið var í vatnsleikja- og rússíbanagarða ásamt einum degi þar sem við tókum lestina til Barcelona. Þar var aðalmálið að kíkja í heimsókn á Camp Nou. Náðum svo að kíkja á Römbluna þar sem við urðum m.a. vitni af þokkalegum stórstuldi úr H&M, áður en við héldum í einhvern dýragarð áður en við tókum lestina heim.
Heilt yfir flott frí og væri haugalýgi ef ég segði að þetta hefði verið eitthvað annað en ljúft. Mér tókst reyndar að týna giftingahringnum mínum eitt skiptið sem ég var út í sjónum en það er önnur saga.
mánudagur, júní 29, 2015
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli