fimmtudagur, apríl 06, 2006

Mér hefur borist penni

Þá er búið að færa manni þetta þvílíka verkefnið. Það er ljóst að það verður ekki sofið næstu dagana. Mér hefur verið réttur penni áskorandans í hinu ástsæla riti Þeyr, sem er fyrir þá sem ekki vita grundfirskur frétta- og auglýsingamiðill. Áskorandinn hefur þann tilgang, eftir því sem ég kemst næst, að skrifa um eitthvað málefni sem stendur honum næst (s.s. hvað sem er) og varpa að því loknu pennanum áfram á einhvern annan aðila. Þetta er vitaskuld gert til að ýta undir það að í blaðinu sé eitthvað athyglisvert lesefni og er það vel. Það að ég fékk “pennann” á ég Tómasi stórfrænda mínum að þakka. Nú verður lagst undir feld, án þess þó að maður tapi sér í þessu en það er nú skemmtilegra að hafa eitthvað smá vitrænt að segja. Mér skilst að penninn hafi gengið núna á milli brottfluttna Grundfirðinga og hvað get ég sagt, ég er búinn að ákveða hverjum ég afhendi pennann góða. MMMUUUUHHHHAAAAAA………

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefur bara gaman að þessu

Nafnlaus sagði...

Rosalega er ég fegin að ég er ekki Grundfirðingur