þriðjudagur, apríl 11, 2006

Páskafrí framundan

Krump... Síðasti dagurinn í vinnunni fyrir páskafrí, kallinn reddaði sér fríi á morgun, er enn að smygla út fæðingarorlofsdögum en stefnan er að vera búinn að klára þetta áður en Logi Snær fær hár á bringuna. Geispa hérna út í eitt, tók þá ákvörðun um að horfa á CSI áður en ég hellti mér út í þennan pistil fyrir Þeyr, alltaf á síðustu stundu með allt svona. Það var komið einhvern góðan slatta yfir miðnætti þegar ég skrölti í bælið og það var ekki til að bæta stemminguna á heimilinu í morgun að ég var sá eini sem þurfti að vakna. Enda var bara náttfatastemming á öðrum meðlimum í fjölskyldunni þegar ég fór í vinnuna.

Stefnan sett á Grundó á morgun, það verður gott að komast í sveitina og anda að sér fersku fjallalofti í bland við ilminn af páskaeggjunum. Heillangt síðan kappinn fór þarna vestur en það hefur allt sínar skýringa, aðallega þær að mútta hefur ekki verið á landinu. Ísak Máni er farinn að þrá að komast í kjötbollur hjá ömmu, sem mér finnst mjög skiljanlegt.

Engin ummæli: