þriðjudagur, júlí 11, 2006

Í Grundó

Fór í Grundarfjörð um helgina. Það var biðstaða á framkvæmdum hérna á baðherberginu og því ákvað maður að skella sér einhvert þar sem salernisaðstaða var í boði. Sigga og Logi Snær fóru í Baulumýri en við Ísak Máni héldum áfram til Grundarfjarðar. Í gangi voru framkvæmdir á bjálkakofanum og Sigga sá þann kost vænstan að aðstoða við það, sem einskonar skiptimynt fyrir aðstoðina í baðherbergismálum. Eða það að því fyrr sem framkvæmdirnar í sveitinni myndu ganga yfir því fyrr væri hægt að fara aftur í baðherbergið.

Fengum þetta fína veður í Grundarfirði og þetta var svona hefðbundið, fórum á sparkvöllinn og fengum nóg að bíta og brenna. Ef það er eitthvað sem maður tengir ekki við Smiðjustíg 9 þá er það hungurtilfinning. Það setti skemmtilega mark á plássið þessi franska seglskútukeppni en skúturnar komu í Grundarfjarðarhöfn aðfaranótt sunnudagsins og við fórum og kíktum á gripina.Að öðrum málum: Fer eitthvað tvennum sögum af því hversu vel maður hefur staðið sig í foreldrahlutverkinu a.m.k. að því sem snýr að Ísaki Mána og bílum. Alla vega, drengurinn fékk að setjast undir stýri í fyrsta skipti núna á laugardaginn. Ég fann einhvern stuttan afvikinn vegspotta og leyfði honum að stýra fjölskyldubílnum. Veit ekki alveg hversu merkilegt honum fannst þetta. Það sem hann sagði var: "Pabbi, þetta er eins og í tölvuleik." Kannski eru tölvurnar að eyðileggja fyrstu upplifun okkar á ýmsa hluti, hvort sem það telst vera gott eða slæmt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aaaaah, ég man þegar ég fékk fyrst að stýra hjá pabba mínum, þvílík upplifun að það hálfa var nóg. Þetta var mest spennandi í heimi. Og svo þegar maður fékk að keyra sjálfur uuuussssss. Kirkjufellssandurinn, here I come