mánudagur, júlí 31, 2006

Sigur Rós

Sá glefsur af tónleikunum með Sigur Rós sem voru í sjónvarpinu í gær. Ég ætla að standa upp og segja það sem enginn virðist þora að segja: Ég fíla ekki Sigur Rós! Takk fyrir, búinn að segja það. Engin leiðindi í gangi hvað mig varðar, ég bara fíla ekki þessa tónlist. Eflaust fínir strákar allt saman og margt sem þeir eru að gera er öðruvísi og það er flott í sjálfu sér, gaman þegar menn láta ekki markaðsöflin éta sig upp til agna. En ég bara fíla þetta engan veginn og ætla bara að halda fram þeirri skoðun. Þessi lög þeirra virðast vera allt sama gaulið, eins og verið að pína kött í slow motion. Þetta minnir mig svolítið á dauðarokkstímabilið þegar andstæðingar þess heldu því fram að öll lögin væru eins og ómögulegt væri að skilja hvað söngvarinn væri að syngja. Er það ekki eins og Sigur Rós?

Nei takk, þá set ég frekar Carcass - Symphonies of sickness eða Bolt Thrower - Warmaster undir geislann, og skammast mín ekkert fyrir það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú bara að vera sammála þér í þessu

Ég fékk kjánahroll þegar ég heyrði hann syngja...