fimmtudagur, september 21, 2006

Pistill nr. 100

Kominn í Grundarfjörðinn. Konan að fara í sinn árlega rollurassaeltingarleik sem berst víst út um fjöll og fyrnindi þarna hinu megin á nesinu. Drengirnir með mér enda hafa þeir enn ekki þá líkamsburði sem til þarf í svona ævintýramennsku. Hún verður víst í þessu á morgun og svo verða réttirnar þarna á laugardaginn og þangað mætum við borgarbörnin og gerum allt vitlaust eins og venjan er þegar borgarbörn komast í tengsl við náttúruna. Það er nokkuð ljóst að við erum að ala upp borgarbörn, Logi Snær horfði út um gluggann í Baulumýri í kvöld þegar við skiluðum konunni af okkur, virti fyrir sér myrkrið og sagði: "Það er búið að slökkva öll ljósin". Minn maður er ekki alveg að átta sig á ljósastauraleysinu í sveitinni enda alinn upp í blokk í Breiðholti.

Fór í dag niður í Úrval-Útsýn og náði í miðana fyrir mig og Tomma. Eftir rétt rúma viku erum við að fara til Manchester og kíkja á leik þarna úti, Man Utd - Newcastle. Maður er ekki búinn að vera mikið að spá í þetta eftir að við pöntuðum pakkann og gengum frá þessu en þegar ég sá miðana þá varð þetta allt raunverulegra. Sýnist á öllu að við séum í flottum sætum og hef enga trú á öðru en að þetta verði flott ferð. 3ja skiptið sem við förum á Old Trafford og spennan magnast.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Can I get a HELL YEAH

Nafnlaus sagði...

Bara svona afþví að þú varst að minnast á leikinn, þá er ég að fara á Barcelona-Sevilla þann 15. okt. En annars bara góða skemmtun í réttunum. Kveðja Inga

Davíð Hansson Wíum sagði...

Það er töff, vona að Eiðurinn fái eitthvað að spila