fimmtudagur, september 14, 2006

Á víkingaslóð

Fór út að borða í gærkvöldi, vinnutengt. Útlendingur á vegum General Mills var á svæðinu og við fórum nokkrir frá Nathan til að stytta honum stundir. Forstjórinn ákvað að fara eitthvað annað en á Nordica eða þetta hefðbundna og beindi hópnum á Fjörukránna í Hafnarfirði. Ég hafði aldrei farið þarna og vissi svo sem ekki alveg á hverju ég átti von á. Við mættum á svæðið og þá voru aðaltopparnir mættir og voru að festa á sig skikkjurnar og setja pappakórónu á hausinn...
Þá vissi ég að ég var kominn í einhvern pakka. Þegar maður var búinn að sitja þarna í nokkrar mínútur og farið var að bera hákarlsbita á borðið og hella hreinu íslensku brennivíni í staupin sem voru á borðinu, þá var mér hætt að lítast á blikuna. Við erum að tala um miðvikudagskvöld og vinna daginn eftir. Maður gat samt ekki skorast undan, fyrst útlendingurinn lét sig hafa það þá gat ég ekki verið minni maður. Hann skemmti sér vel en mikið var ég feginn að fjórða staupið kom aldrei. Þvílíkur viðbjóður maður... Annars var maturinn fínn og stemming þokkaleg, kom mér á óvart hversu staðurinn var þéttsetinn svona í miðri viku. Sem betur fer var nú ekki setið að drykkju langt fram eftir morgni, maður kom heim tímanlega í úrslitaþáttinn af Rockstar Supernova til að sjá Magna lenda í 4. sæti. En ógeðslega var ég þreyttur í morgun.

Engin ummæli: