Reyndar held ég að eitt og annað hafi breyst í þessu viðburði í gegnum árin, nema að mín tilfinning sé byggð á einhverri þjóðsögu. Núna í þessum réttum sá ég t.d. ekki nema einn áfengispela ganga á milli manna og einhverja tvo bjóra. Það skal þó tekið fram að þetta er ekki vísindaleg könnun. Engan heyrði ég vera kveða vísur eða taka lagið. Ég fékk á tilfinninguna að þetta voru meira svona borgarbörn og brottfluttir sveitungar sem héldu þessu uppi innan um þessa fáu bændur sem enn standa í þessari iðju. Fékk líka á tilfinninguna að fyrir einhverjum árum, eflaust ekki svo mörgum, hafi verið talsvert meira fé í þessari rétt. Líklega bara eitt dæmi um breytt þjóðfélagsmynstur á landinu.
sunnudagur, september 24, 2006
Réttardagurinn
Reyndar held ég að eitt og annað hafi breyst í þessu viðburði í gegnum árin, nema að mín tilfinning sé byggð á einhverri þjóðsögu. Núna í þessum réttum sá ég t.d. ekki nema einn áfengispela ganga á milli manna og einhverja tvo bjóra. Það skal þó tekið fram að þetta er ekki vísindaleg könnun. Engan heyrði ég vera kveða vísur eða taka lagið. Ég fékk á tilfinninguna að þetta voru meira svona borgarbörn og brottfluttir sveitungar sem héldu þessu uppi innan um þessa fáu bændur sem enn standa í þessari iðju. Fékk líka á tilfinninguna að fyrir einhverjum árum, eflaust ekki svo mörgum, hafi verið talsvert meira fé í þessari rétt. Líklega bara eitt dæmi um breytt þjóðfélagsmynstur á landinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli