laugardagur, nóvember 18, 2006

Fótbolti getur verið þjáning

Laugardagsmorgun og klukkan hringdi kl. 07:40. Ég pírði augun og gat séð að það stóð -11,6 stig á mælinum. En þar sem ég var búinn að ákveða að fara í ræktina þá var ekki aftur snúið og í ræktina var farið. Þurfti bara að koma þessu frá mér því ég var ekki lítið sáttur við mig, þ.e. að hafa ekki velt mér yfir á hina hliðina og frestað ræktarför sökum kuldabola.

Annars var Ísak Máni að keppa í fótbolta í Keflavík í dag svo það var annað hvort að fara á þessum tíma í ræktina eða sleppa því alveg. Þeim gekk alveg ágætlega, 1 sigur, 2 jafntefli og 2 töp. En fótbolti er ekki bara tóm gleði þegar maður er bara 7 ára, þetta getur stundum verið sárt eins og samherji Ísaks Mána fékk að kynnast.



Jú, þetta er Sigga sem hljómar þarna undir.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æii þetta hefur verið sárt

Nafnlaus sagði...

En þú duglegur að koma þér í ræktina, ég hefði snúið mér á hina hliðina, -11,6 stig brrrrrrr.
Já, þetta hefur örugglega ekki verið þægilegt fyrir drenginn, en hann fékk góða hvatningu :-)

Nafnlaus sagði...

Ouch