miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Hin fullkomna jólagjöf

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum heilvita manni að blessuð jólin eru á næsta leyti með tilheyrandi glaum og gleði. Maður er alltaf hálfkærulaus í þessu öllu, ekki komin með svo mikið sem ein sería upp í íbúðinni og ferlið í kringum jólakortin fer yfirleitt af stað ekki mikið fyrr en á síðasta sjéns.

Ég datt niður á grein í dag þar sem farið var yfir hvað væri besta gjöfin, samkvæmt stjörnumerkjunum. Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég ekki nokkurn áhuga á stjörnumerkjum og tengdum málefnum. Ég er ekki að segja að pælingar þessu tengdu séu bull og vitleysa, hef enga hugmynd um það en ég hef bara ekki verið áhugasamur um þetta. En af einhverjum ástæðum vakti þetta athygli mína.

Og hver er hin fullkomna gjöf fyrir tvíburann, samkvæmt stjörnumerkjunum?

Það þarf ekki mikla hugsun til að gefa tvíbura gjöf því tvíburinn vill helst ekki að aðrir hugsi fyrir þá. Það er því mjög auðvelt að gefa tvíburanum gjafir og þær mega vera margvíslegar. Tvíburinn verður sérstaklega þakklátur ef gjöfin víkkar út sjóndeildarhring hans, gjöf eins og ársáskrift að tímariti eða erlendri fréttastöð, nýjasta tegundin af farsíma eða jafnvel ferðalag á framandi stað. Pakkningarnar þurfa ekki að vera glæsilegar því satt að segja hefur tvíburinn meiri áhuga fyrir því sem er innan í pakkanum. Tvíburinn er ekki keyrður áfram af græðgi heldur forvitni. Það má því segja að besta gjöfin fyrir tvíbura séu peningar sem þeir geta svo eytt í það sem þá langar helst.

Þetta var það gáfulegasta sem ég hef heyrt lengi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sem tvíburi get ég ekki annað en verið fullkomlega sammála þessu! Er reyndar komin einu skrefi lengra og hætt að gefa jólagjafir og eyði peningunum frekar bara í það sem mig langar helst í...
Jólakveðjur, Erla

Nafnlaus sagði...

Ok Davíð ég sendi þá tíkall með jólakortinu í ár þá geturu keypt þér eitthvað fallegt :-D