þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Sáttur við grasið mín megin... í bili a.m.k.

"Veistu að þú færð einbýlishús upp á Akranesi fyrir minni pening en eitt stykki raðhús í Breiðholti?"

Þessari fullyrðingu smellti konan á mig í gærkvöldi, án þess að ég væri nokkuð að ræða nein húsnæðismál eða nokkuð því tengt. Þetta er nú staðreynd sem ég var alveg með á hreinu en búinn að taka ákvörðun um þetta mál fyrir nokkru. Ég er ekki að fara flytja upp á Skaga né í nokkra aðra sveit. Ég þyrfti þá að leggja ÍR peysunni minni og fjárfesta í ÍA peysu, þannig að "gróði" minn úr þessum viðskiptum myndi minnka í samræmi við það. Og því ætti maður að stoppa upp á Akranesi, ég hlýt að geta fengið 4ra hæða einbýli á Suðureyri með sundlaug og tennisvelli í bakgarðinum fyrir Breiðholtsblokkaríbúðina mína.

Nei, ég verð eitthvað lengur hérna og held áfram að dunda mér á fasteignavef mbl.is þegar þannig liggur á mér. Ég tel mér þá trú um að ég geti notað peningana mína í eitthvað skemmtilegt og konan getur keypt sér nýja 16.000 kr. íþróttaskó eins og í gær en þurfi ekki að fara í Hagkaup og kaupa sér 1.900 kr Addadax skó í ræktina.Spurning um að fara að skella sér aftur á Old Trafford og lifa lífinu. Eða a.m.k. kaupa mér nýja skó í ræktina, dýrari týpuna að sjálfsögðu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh, ég hlakka geðveikt til að taka 5 kílómetrana í nýju skónum mínum á hlaupabrettinu í Árbæjarþreki á morgun. Fékk að heyra að þetta væri það mýksta og léttasta á markaðnum í dag - og trúi því að sjálfsögðu.

Nafnlaus sagði...

Davíð minn þú gætir keypt þér 2 blokkir á Suðureyri fyrir breiðholtsíbúðina og átt afgang.... S

Nafnlaus sagði...

og þeir eru ekki einu sinni með blikkljósum í hælnum! Og eru mánaðarleiga fyrir herbergi hérna í sveitinni hjá okkur - og þetta er alvöru sveit þrátt fyrir 200.000 íbúa, þeir eru bara allir sveitamenn.
Kv. Erla

Nafnlaus sagði...

Djö... var auðvelt að hlaupa í skónum áðan, ekkert smá góðir, þeir hlupu með mig 6,2 kílómetra áður en ég vissi af.