mánudagur, nóvember 20, 2006

Meiri vondgóð tónlist

Meiri tónlistarfurðulegheit að hætti Bonnie Tyler. Til upprifjunar er hér hluti af upphafspistlinum:


Nú hef ég lent í því öðru hvoru í gegnum tíðina að ég er að fíla einstök lög sem ég heyri einhversstaðar, lög sem mér finnst einhvern veginn að ég "eigi" ekki að fíla. Lög sem tengjast annað hvort tónlistarmönnum eða -stefnum sem ég hef hingað til ekki verið mjög ginkeyptur fyrir. Ég er ekki að tala um það þegar maður er að uppgötva nýja hljómsveit eða söngvara sem reynist svo við nánari skoðun vera nokkuð góð/góður. Nei, ég er meira að tala um þegar einstaka lög sem af einhverjum óútskýranlegum orsökum snerta einhverjar rásir í hausnum á mér en við nánari skoðun finnst mér allt annað sem viðkomandi listamaður hefur gert vera rusl, eða miður gott til að orða þetta ekki alveg svona sterkt. Svona mitt eigið one-hit-wonder.Big Country - In a big country

Man aðeins eftir þessu bandi frá Duran Duran tímabilinu. Mér fannst þeir alltaf hálffurðulegir, spilandi eitthvað rokk/popp með skosku þjóðlagaívafi. Söngvarinn þeirra, Stuart Adamson, átti víst að vera einhver nettur snillingur en það fór fyrir honum eins og mörgum snillingnum, varð þreyttur á þessu jarðlífi og hengdi sig í hæsta gálga árið 2001. Ég verslaði mér Best of disk með þeim á einhverri útsölu og hef pínt mig til að renna honum tvisvar í gegn og get sagt með vissu að ég sé engan veginn að fíla þetta. Nema þetta lag, get hlustað á það endalaust.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert steiktur