sunnudagur, júlí 08, 2007

Sumarfríið samanstendur af stuttbuxum og snjó

Kominn heim í kotið eftir smá útlegð í Grundarfirði og nærsveitum. Maður hafði það rosalega gott enda frábært verður eins og var búið að vera. Eitthvað var maður að aðstoða múttu við að mála hluta af húsinu en annars var bara slappað af að mestu leyti. Við tókum m.a. rúnt fyrir jökull og tókum þessa túristastaði þarna eins og Djúpalón, Hellnar, Arnarstapi svo eitthvað sé nefnt. Enduðum svo upp á jöklinum sjálfum og til gefa mönnum lýsingu á veðrinu þá var undirritaður í stuttbuxum og leið bara nokkuð vel. Myndir komnar inn á myndasíðuna, loks komu inn myndir sem eru ekki af einhverju fótboltamóti hjá einhverjum í fjölskyldunni!


Talandi um stuttbuxurnar þá hlýt ég að hafa slegið persónulegt met með því að vera 7 daga samfleytt í stuttbuxum á Íslandi (ekki alltaf sömu buxunum þó) sem verður að teljast mjög svo ásættanlegt. Þetta heitir jú Ísland og ætti þ.a.l. ekki að vera mjög stuttbuxnavænt.

Ekkert mikið planað fyrir næstu daga, bara finna sér eitthvað sniðugt að gera.

Engin ummæli: