þriðjudagur, janúar 22, 2008

Priceless

Þar sem maður er meðvitaður um að ferlinum fer að ljúka þá eru svona ákveðnir hlutir, eða draumar öllu heldur, sem ég er er að vinna í að uppfylla einn af öðrum. Svona áður en skórnir fara endanlega á hilluna. Enn á maður eftir að láta drauminn rætast um Adidas Mundial skóna en þeir koma. Hins vegar datt inn með póstinum áðan einn hlutur sem ég get núna strikað af still-to-do-listanum.

Sérpantað og þvílík gargandi snilld.

5 ummæli:

Villi sagði...

Er þetta sami maður og kvartaði og kveinaði yfir því að borga rúmar 1.000 krónur í aðgang að æðri menntun???

Nafnlaus sagði...

Jedúdda mía, ertu nú alveg genginn af göflunum?? Ég reikna með að þú hafir pantað 30 pör... 1 fyrir hvern hálfleik sem þú getur svo kastað til æstra aðdáenda í stúkunni.

Nafnlaus sagði...

KLAPPKLAPPKLAPPP

FRÁBÆRT OG ÞAÐ UHLSPORT HANSKAR, SNILLINGUR ERTU!!!

Nafnlaus sagði...

Hvernig var það, voru ekki sérpantaðir hanskar handa drottningunni með nafninu hennar.

Nafnlaus sagði...

Drottningin er hætt í markinu, treystir ekki þumlinum ennþá.