fimmtudagur, ágúst 14, 2008

FH - Aston Villa 1:4

Fór í kvöld á Laugardalsvöllinn að sjá Aston Villa spila við FH í Evrópukeppni félagsliða, ekki annað hægt en að mæta þegar svona stór klúbbur er að spila á Íslandi. Ísak Máni kom með ásamt Jökli ofurtöffara. Gaman að sjá þessa nagla og sjá svona í action muninn á yfirmeðallagi ensku úrvalsdeildarliði og toppliðs á Íslandi.

Hvað er annars með Íslendinga og fótboltaleiki eða þessháttar uppákomur af ýmsu tagi? Menn voru að tínast inn á völlinn langt fram eftir fyrri hálfleik og margir misstu því af miklu því staðan var orðin 0:2 eftir einhverjar 7 mínútur. Ótrúlegir treflar...

Hvað um það, ég var góður og sá allan leikinn.

Engin ummæli: