sunnudagur, ágúst 24, 2008

Til hamingju Ísland


Maður reif sig á fætur í morgun til að horfa á úrslitaleikinn í handboltanum á ÓL. Þetta hafðist nú ekki alveg enda Frakkarnir geysilega sterkir og við náðum ekki alveg okkar besta leik. En eins og einhver benti á þá voru við að vinna silfur en ekki tapa gulli og þennan árangur hefði hver sem er tekið fegins hendi fyrir mótið. Auðvitað fúlt að tapa úrslitaleik og allt það en glæsilegt enga síður.

Fór svo í skottúr til Þorlákshafnar en Ísak Máni átti að spila í fótbolta þar. Mígandi rigning alla leiðina og manni leist ekkert á blikuna. Enda kom það líka í ljós að aðstæðurnar voru frekar daprar. Selfyssingar og ÍR-ingar auk heimamanna í Ægir voru mættir en veðrið var slíkt að einföld umferð var látin duga, það var ekki hægt að bjóða upp á meir af þessari rigningu og roki. Það var líka alveg fínt, stemmingin að naga kex í pollagallanum var ekkert spes. Gat ekki annað en þakkað fyrir sólina á Sauðárkróki þarna um daginn, ég hefði aldrei meikað svona steypu í tjaldi.

Engin ummæli: