mánudagur, ágúst 18, 2008

Grýluslóðir

Smelltum okkur í Hveragerði á laugardeginum en ÍR drottningarnar voru að spila við FC Grýlur á Grýluvelli, hvað annað? Sigga lét sig sem sagt ekki vanta og setti eitt kvikindi í þægilegum sigri. Karlarnir í fjölskyldunni voru á hliðarlínunni og dunduðu sér með bolta þess á milli.Bæjarhátíð þeirra Hvergerðinga var þessa helgi, Blómstrandi dagar, en við stoppuðum nú ekkert til að kynna okkur aðra viðburði þessa helgi. Þó var svona litaþema í gangi eins og í Grundó (og er víst komið á flestar þessar bæjarhátíðir) en þarna var bænum skipt í þrennt, rautt, bleikt og blátt. Ég skal viðurkenna að ég tók ekki mikla úttekt á bænum en það sem ég sá var þetta voða rólegt og hvergi nærri geðveikt eins og í firðinum góða.

Annars missti ég mig aðeins á sunnudeginum og tók skokkhring á þetta, eitt stykki Elliðaárdalur. Úff, ekki hreyft mig í heavy langan tíma og boy-o-boy fann ég fyrir því. Skreið hérna heim alveg samanbrotin maður eftir því að hafa fengið staðfestingu á formleysinu sem ég vissi alveg af. Skreið bara upp í sófann og tók fótboltagláp á þetta, alveg uppgefinn. Harðsperrur í dag, slappt maður...

3 ummæli:

Villi sagði...

Merkilegt með þessi frúarlið. Allaf skella sér allar í myndatöku ... SAMAN ...

Hvenær sést svona hjá herrunum?

Nafnlaus sagði...

1. takk fyrir að blogga og fara þar með þessa æðislegu mynd af mér neðar á síðuna

2. Sigga kúl gella maður

3. Lita hvað pffff ekkert svona á sælunni á Suðureyri

4. Eldri borgarar eru best geymdir heima hjá sér

Nafnlaus sagði...

Sammála nr 4 hjá síðasta ræðumanni